Að gerast félagi

Þú getur haft samband við þann Zontaklúbb sem þú hefur áhuga á og kannað hvernig best er að gerast meðlimur. Ef þú telur að þáttaka í klúbbnum gæti verið áhugaverð fyrir þig þá er þér boðið að koma sem gestur á nokkra félagsfundi. Þar hefur þú gækifæri til að kynnast félagskonum og meta hvort starfið höfðar til þín og klúbburinn getur boðið þér inngöngu.

Klúbbarnir leitast við að hafa fjölbreittar starfsgreinar í hverjum klúbbi og þess vegna er forðast að hafa margar konur úr einni starfsgrein í klúbbi. .

Zontaklúbbar á Íslandi geta líka boðið konum að taka þátt í störfum Zonta, til dæmis eftir ábendingu félagsmanna.

Til þess að gerast félagi er æskilegt að vera í starfi sem felur í sér ábyrgð í einkageiranum, hjá opinberum stofnunum eða sem sjálfstætt starfandi einstaklingur.

Á Íslandi eru um 180 Zontakonur úr fjöldamörgum starfsgreinum.

Eins og er þá eru félagar í Zontasambandi Íslands eingöngu konur en karlar sem vilja styrkja stöðu kvenna um heim allan eru líka velkomnir í félagsskapinn.