Alþjóðasamtök Zonta

Zonta International eru alþjóðleg samtök sem vinna að bættri stöðu kvenna og jafnrétti. Samtökin telja yfir 30.000 meðlimi í meira en 1.200 félögum í 67 löndum sem bjóða fram hæfni sína og tíma til að styðja við staðbundin og alþjóðleg þjónustuverkefni og veita námsstyrki. Öll verkefnin miða að því að styrkja konur og berjast fyrir réttindum kvenna.

Alþjóðasamtök Zonta voru stofnuð í Buffalo árið 1919 og höfuðstöðvar þeirra eru nú staðsettar í Chicago. Zontasamtökin eru byggð upp sem alþjóðastofnun með kjörinni stjórn, stjórn ZI. Heimsþing eru haldin á tveggja ára fresti og eru þau æðsta ákvörðunarvald alþjóðasamtaka Zonta.

Alþjóðasamtök Zonta er skipt upp í 30 landfræðileg umdæmi sem skiptast í svæði. Hvert umdæmi hefur umdæmisstjóra og stjórn og skiptist í svæði. Ísland er í 13. umdæmi sem skiptist í 4 svæði sem eru auk Íslands, Danmörk, Noregur og Litháen.

Lestu meira um alþjóðasamtök Zonta hér.

Lestu meira um Zonta umdæmi 13 hér.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.