Tengslanet kvenna
Zonta eru ein af leiðandi tengsla- og þjónustusamtökum kvenna í heiminum.
Zonta styður konur á heimsvísu í gegnum þjónustuverkefni og berst fyrir réttindum kvenna.
Zonta eru ein af leiðandi tengsla- og þjónustusamtökum kvenna í heiminum.
Zonta styður konur á heimsvísu í gegnum þjónustuverkefni og berst fyrir réttindum kvenna.
Skoðaðu myndböndin og kynntu þér alþjóðlegt starf Zonta. En Ísland er virkur þátttakandi í þessum verkefnum.
Hvers vegna gerðist ég Zontakona?
Árið 1991 þegar ég var nýlega komin heim úr margra ára námi erlendis með eiginmann og tvö ung börn – sem raunar urðu þrjú strax ári síðar. Þátttaka mín hófst sem góð tilbreyting frá mínu daglega vinnuumhverfi í karllægu samfélagi sérfræðinga í opinberri þjónustu. Það var gott að fara einu sinni í mánuði á fund með konum af ýmsum stéttum, sem allar höfðu sama markmið. Það var allt önnur tilfinning heldur en að sækja fundi með sérfræðingum eða sveitarstjórnarmönnum sem upp til hópa voru karlmenn. En umræðuefnin voru líka önnur, staða íslenskra kvenna miðað við stöðu karla á Íslandi eða stöðu kvenna í öðrum löndum.
Lesa meira Það var ljóst að stuðningur alþjóðlegra kvennasamtaka, þar sem um 70.000 kraftmiklar konur í um 70 löndum voru tilbúnar til að berjast saman fyrir bættum kjörum, tækifærum og möguleikum kvenna og stúlkna um allan heim á ýmsum sviðum, s.s. til menntunar, réttinda og betri heilbrigðisþjónustu. Það er mikil upplifun að koma á heimsþing samtakanna, finna samtakamáttinn, heyra um þá sigra sem hafa náðst og eignast nýjar vinkonur fyrir lífstíð, m.a. þess vegna er ég nú á leið á mitt sjöunda heimsþing. Nú 25 árum síðar er ég ennþá sannfærð um mikilvægi þess að vera hluti af þessum alþjóðlegu samtökum, Zonta International, sem síðan árið 1919 hafa barist fyrir betri og réttlátari heimi fyrir konur og stúlkur um víða veröld. Vinna okkar að markmiðum Zonta skiptir máli og við höfum þegar gert lífið betra fyrir margar konur bæði á Íslandi og víða um heim! Því miður eigum við enn langt í land: Þess vegna!”