Zontasamband Íslands færir UNICEF á Íslandi 400.000 kr. í Úkraínusöfnun þeirra

Sigríður Björnsdóttir, svæðisstjóri Zontahreyfingarinnar á Íslandi segir að samtökin fordæmi harðlega erlenda árás og stríðstilburði líkt og sjáist í Úkraínu nú um stundir og afhenti UNICEF 400.000 kr. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, tók á móti fulltrúum Zonta á Íslandi á skrifstofu UNICEF þann 29. apríl og færði þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn sem mun koma sér vel í umfangsmiklum verkefnum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna ástandsins í og við Úkraínu.

UNICEF fær fé í Úkraínusöfnun frá Zontasambandi Íslands
Zontasamband Íslands færir UNICEF 400.000 kr. í Neyðarsöfnun vegna Úkraínu

Zonta eru alþjóðasamtök með félaga um allan heim, meðal annars í Úkraínu, og helga sig vinnu við að auka skilning, velvilja og frið og stuðla að réttlæti og alþjóðlegri virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi einstaklinga. Continue reading „Zontasamband Íslands færir UNICEF á Íslandi 400.000 kr. í Úkraínusöfnun þeirra“