Call for District Conference 2019 – Draft Agenda, Preliminary Program and Information

With second Call for Conference there is a more detailed draft agenda than what was put on the website on April 29, when we made the First Call to Conference and opened up for registration.
Click here to see Call for Conference

Please be aware that we offer 3 interesting workshops before the conference, on Thursday, September 12. For these workshops we need you to sign up before July 12.

Please note that we have extended the „Early Bird“ deadline to June 24, and that one of the block-bookings for hotel rooms – at the CABINN – is closing soon. The Scandic block-booking closes on July 12, and the Axel Hotel Guldsmeden closes on August 3. The Scandic hotel rooms, however, may be filled up before July 12. We are experiencing quite a positive interest in this upcoming conference, with more than 150 individuals having registered already. So we are still hopeful that we will get 200 participants for this Centennial celebration!

District 13 Conference 12-15 September 2019 in Copenhagen – EARLY BIRD Discount Extended

REGISTRATION IS OPEN Read more here
Sign up for the great Centennial Anniversary Event.

NB! Please note a deadline for an Early Bird discount – Extended!
At registration and payment later than 24 Juni 2019 DKK 300, – is added to the price.

Formannafundur Zontasambands Íslands

Stjórn Zontasambands Íslands 2018-2019

Þann 19. janúar 2019 var haldinn formannafundur í Zontahúsinu á Akureyri. Það var Þóra Ákadóttir svæðisstjóri sem hélt fundinn og hann sóttu formenn Zontaklúbbanna á Íslandi. Í haust var haldinn fjarfundur fyrir formenn þar sem farið var yfir starfið framundan en á þessum fundi var haldið áfram með ýmis mál og hugað að því hvað þyrfti að ræða á Landsfundi Zontasambands Íslands seinna í vetur.

Stofnuð var nefnd til þess að stjórna viðburðum í tilefni af 100 ára afmæli Zontahreyfingarinnar en afmælisdagurinn er 8. nóvember og til stendur að fagna þeim tímamótum og vekja um leið athygli á markmiðum hreyfingarinnar. Formaður afmælisnefndar er Ingibjörg Auðunsdóttir Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu.

Stjórn Zontasambands Íslands 2018 – 2019

Söfnun til styrktar Kraftasjóði Kvennaathvarfsins

Kraftasjóður Kvennaathvarfsins er nýstofnaður og er honum ætlað að efla konur og styrkja til náms og sjálfshjálpar.  Til þess að sjóðurinn megi nýtast sem fyrst og best blæs Zontaklúbbur Reykjavíkur til fjáröflunar og skorar á konur að sýna samtakamáttinn og leggja mikilvægu málefni lið með kjólagjöfum. 

Kjólahátíðin Konur og kampavín verður haldin á vegum Zontaklúbbsins laugardaginn fjórða nóvember kl. 12- 18 með uppboði, markaði og syngjandi sýningadömum í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54

Við skorum á konur að gefa kjóla á markaðinn og gefa gömlum kjólum líf og styrkja þannig konur til sjálfshjálpar og endurmenntunar því saman myndum við öflugan Kraftasjóð í þágu kvenna. 

Við leitum að kjólum sem eiga skilið að koma út úr skápnum, öðlast nýtt líf og um leið nýjan tilgang.

Við leitum að lífsreyndum kjólum, glæsikjólum sem geyma tækifæri og ævintýri, hvunndagskjólum með gleði í hverjum þræði, kjólum með fortíð sem eiga skilið framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Dömulegar dragtir og dásamlegar múnderíngar eru einnig vel þegnar. 

 Allur ágóði rennur til KRAFTASJÓÐS Kvennaathvarfsins.

KJÓLAMÓTTAKAN verður í Söngskólanum í Reykjavík á milli 9.00-18.00 alla virka daga. 

Viðburðinn má líka finna á Facebook. 

Zontaklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 16. nóvember 1941 og hefur því starfað í rúmlega 75 ár. Klúbburinn er hluti af Alþjóðasamtökum Zonta og fylgir markmiðum samtakanna að styrkja stöðu kvenna um heim allan.  

Tengiliðir verkefnis eru Sigríður Þóra Árdal, sími 660 7667sig(hjá)koggull.com og Harpa Harðardóttir sími 698 4056hunharpa(hjá)gmail.com

Landsfundur Zontasambands Íslands

Zontaklúbburinn Embla boðar til landsfundar Zontaklúbbanna á Íslandi laugardaginn 1. apríl 2017. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Hringbraut og verður dagskrá fundarins samkvæmt lögum Zontasambands Íslands.

Þema fundarins verður helgað flóttakonum fyrr og nú, en vert er að minnast þess að margar af landnámskonum í upphafi Íslandsbyggðar voru flóttakonur þess tíma.

Meðal gesta á fundinum verða:

Eva María Jónsdóttir, miðaldafræðingur: Flóttakonur í fornum sögum.

Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi höfundur bókarinnar ,,Ríkisfang ekkert“. Flóttakonur dagsins í dag. 

Einnig mun Ella B. Bjarnarson, Zontaklúbbnum Emblu flytja erindið: Litið til nágranna í vestri. 

Eftir hefðbundin fundarstörf verður gengið til hátíðarkvöldverðar á Hótel Sögu kl. 19