Landsfundur Zontasambands Íslands

Zontaklúbburinn Embla boðar til landsfundar Zontaklúbbanna á Íslandi laugardaginn 1. apríl 2017. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Hringbraut og verður dagskrá fundarins samkvæmt lögum Zontasambands Íslands.

Þema fundarins verður helgað flóttakonum fyrr og nú, en vert er að minnast þess að margar af landnámskonum í upphafi Íslandsbyggðar voru flóttakonur þess tíma.

Meðal gesta á fundinum verða:

Eva María Jónsdóttir, miðaldafræðingur: Flóttakonur í fornum sögum.

Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi höfundur bókarinnar ,,Ríkisfang ekkert“. Flóttakonur dagsins í dag. 

Einnig mun Ella B. Bjarnarson, Zontaklúbbnum Emblu flytja erindið: Litið til nágranna í vestri. 

Eftir hefðbundin fundarstörf verður gengið til hátíðarkvöldverðar á Hótel Sögu kl. 19

 

Líðan ungs fólks. Hvað er til ráða?

Þann 8. mars munu Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna standa fyrir hádegisverðarfundi í samvinnu við jafnréttisstofu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Fundurinn er haldinn í andyri Borga við Norðurslóð – á Sólborgarsvæðinu frá kl. 11:45 -13:15

Smelltu á myndina til að fá nánari upplýsingar.

 

Málþing um stöðu kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins.

Zontakonur á Íslandi eru virkar í baráttu sinni þann 8. mars 2017 en sá dagur gengur líka undir nafninu rósadagurinn hjá Zontakonum. Nú í ár mun Zontaklúbburinn Sunna,  halda málþing til að efla vitund almennings á sjúkdómnum endómetríósa í samvinnu við samtök um endómetríósu. En yfirskrift málþingsins er Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði.

Zontaklúbbarnir Fjögyn og Ugla styrkja málþingið og selja slaufur félagsins til styrktar málefninu. 

Málþingið fer fram í Hringsal Landsspítalans miðvikudaginn 8. mars kl. 16:15-17:45

Hér má finna upplýsingar um viðburðinn