Formannafundur Zontasambands Íslands

Stjórn Zontasambands Íslands 2018-2019

Þann 19. janúar 2019 var haldinn formannafundur í Zontahúsinu á Akureyri. Það var Þóra Ákadóttir svæðisstjóri sem hélt fundinn og hann sóttu formenn Zontaklúbbanna á Íslandi. Í haust var haldinn fjarfundur fyrir formenn þar sem farið var yfir starfið framundan en á þessum fundi var haldið áfram með ýmis mál og hugað að því hvað þyrfti að ræða á Landsfundi Zontasambands Íslands seinna í vetur.

Stofnuð var nefnd til þess að stjórna viðburðum í tilefni af 100 ára afmæli Zontahreyfingarinnar en afmælisdagurinn er 8. nóvember og til stendur að fagna þeim tímamótum og vekja um leið athygli á markmiðum hreyfingarinnar. Formaður afmælisnefndar er Ingibjörg Auðunsdóttir Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu.

Stjórn Zontasambands Íslands 2018 – 2019