Málþing um stöðu kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins.

Zontakonur á Íslandi eru virkar í baráttu sinni þann 8. mars 2017 en sá dagur gengur líka undir nafninu rósadagurinn hjá Zontakonum. Nú í ár mun Zontaklúbburinn Sunna,  halda málþing til að efla vitund almennings á sjúkdómnum endómetríósa í samvinnu við samtök um endómetríósu. En yfirskrift málþingsins er Staða kvenna með endómetríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði.

Zontaklúbbarnir Fjögyn og Ugla styrkja málþingið og selja slaufur félagsins til styrktar málefninu. 

Málþingið fer fram í Hringsal Landsspítalans miðvikudaginn 8. mars kl. 16:15-17:45

Hér má finna upplýsingar um viðburðinn

Zonta Island