Verkefni

Zonta International stefnir að heimi þar sem mannréttindi og frelsi kvenna er tryggt og þeim í engu mismunað kyns síns vegna hvorki í lagalegu né stjórnmálalegu tilliti eða hvað varðar menntun, heilbrigði og starfsréttindi. 

Þau alþjóðlegu verkefni sem Zontasamband Íslands styrkir eru verkefni sem miða að því að tryggja frelsi og réttindi kvenna. Verkfenin tengjast oft menntun, hreinlætisaðstöðu, heilbrigðismálum, landbúnaði og lánum til kvenna. Verkefnin eru yfirleitt í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og önnur viðurkennd félagasamtök en einnig eru veittir styrkir til að verðlauna konur eða styrkja þær til náms.

Hægt er að skoða hvaða alþjóðlegu verkefni alþjóðasamtök Zonta styrkja á vefnum zonta.org.

 

Verkefni á landsvísu og staðbundin verkefni

Zonta leggur ekki eingöngu áherslu á alþjóðleg verkefni og klúbbarnir vinna að verkefnum á sínum heimasvæðum. Verkefnin hafa þó alltaf að leiðarljósi grunnhugsun Zonta um styðja konur til betra lífs og geta verkefnin tengst því að efla konur í víðum skilningi; að styðja konur til menntunar, koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, efla félagslega stöðu þeirra og heilbrigði.

Íslensku klúbbarnir hafa oft sameinast um landsverkefni og hafa m.a. styrkt Umhyggju, félag langveikra barnaKvennaathvarfiðStígamótAflið ogSólstafi með rausnarlegum framlögum.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.