Jane M. Klausman

Á hverju ári eru veittir 32 umdæmisstyrkir að upphæð 2000 USD hver og 12 alþjóðlegir styrkir að upphæð 8000 USD hver. Umsækjendur skulu vera á 2. eða 3. ári í viðskiptatengdu námi án þess að hafa lokið meistaragráðu. Þeir þurfa að sýna fram á góða ástundun og námsárangur.

Zontaklúbbur Borgarfjarðar Ugla hefur fastanefnd sem heldur utan um að auglýsa og taka á móti styrkumsóknum í Jane M. Klausman sjóðinn.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.