Sem félagi í Zonta verður þú hluti af samtökum öflugra kvenna sem vilja og geta haft áhrif á alþjóðavettvangi. Þú fyllist innblæstri frá konum sem koma úr mismunandi starfsgreinum og sitja í ólíkum stöðum innan fyrirtækja og stofnanna. Félagar Zonta á Íslandi eru t.d. lögfræðingar, kennarar, framkvæmdastjórar, hönnuðir, sjúkraþjálfarar, tannlæknar og áfram mætti telja.
Við eigum það sameiginlegt að setja félagsstarfið í forgang og notum krafta okkar til að stykja stöðu kvenna bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Það gerum við með ýmsum hætti, til dæmis:
- Með því að styðja ungar konur til náms.
- Með því að styðja við aðlögun erlendra kvenna í íslenskt samfélag.
- Með því að styðja við verkefni sem efla sjálfshjálp og margt annað.
Á alþjóðavettvangi tökum við þátt í fjölda mikilvægra verkefna, til dæmis:
- Barátta gegn kynbundnu ofbeldi með kennslu og forvörnum.
- Barátta gegn því að börn séu gefin í hjónabönd.
- Að koma í veg fyrir að alnæmi smitist frá móður til barns.
Þú getur lesið meira um þau verkefni sem Zonta styður hér.
Ef þú hefur áhuga á að læra meira um Zonta og meta hvort það er eitthvað fyrir þig þá skaltu ekki hika við að hafa samband við næsta klúbb. Hér getur þú fundið upplýsingar um tengiliði fyrir klúbbana okkar.
Oft er fyrsta skrefið að koma sem gestur á félagsfund án skuldbindinga.
Við hlökkum til að heyra frá þér.