rvk sund

 Reykjavík 2015
Upphaf Landsfundar 2019.
Landsfundur 2019. Þóra Ákadóttir svæðisstjóri setur fund.

Landsfundur

Landsfundur er æðsta vald í málefnum Zontasambandsins Íslands. Á landsfundi er kosinn svæðisstjóri og varasvæðisstjóri. Formenn Zontaklúbbanna eiga sæti í stjórn og skipta þar með sér verkum. Svæðisstjóri er kjörinn formaður sambandsins til tveggja ára. Varasvæðisstjóri er einnig kjörinn til tveggja ára og tekur við af formanni þegar hans kjörtímabil rennur út.

Landsfundur ársins 2019 var haldinn á Hótel KEA á Akureyri þann 6. apríl. Það var Þóra Ákadóttir svæðisstjóri og Zontaklúbbur Akureyrar sem sáu um fundinn. Hér er fundargerð landsfundarins.

Landsfundi ársins 2021 var frestað til hausts og var haldinn á Hótel Natura í Reykjavík laugardaginn 11. september. Áður en landsfundurinn hófst var umdæmisþing 13. umdæmis sent út frá Noregi í fjarfundabúnaði. Það var Sigríður Björnsdóttir svæðisstjóri og Zontaklúbburinn Sunna sem sáu um fundinn. Hér er fundargerð landsfundarins.

Dagskrá umdæmisþings sjá hér:

Dagskrá landsfundar 

Föstudagur 10. september – 17:00 -19:00 Samhristingur.  Staður: salur Lyfjafræðingafélagsins Safnatröð 3, Seltjarnarnesi.
Zontasystur boðnar velkomnar á landsfund. Zontaklúbburinn Sunna býður ykkur velkomnar í sal Lyfjafræðingafélagsins.
Skoða, fræðast og skemmtum okkur saman.
Margrét Rósa formaður landsfundanefndar býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá landsþings.
Florealis verða með kynningu á vörum sínum og opið inn í Lyfjafræðisafnið.
Léttar veitingar í boði Zontaklúbbsins Sunnu.
Laugardagur 11. september – Hótel Natura
09:00 Skráning og afhending fundargagna.
10:00 Rafrænt umdæmisþing sem þingkonur fylgjast með saman í fundarsal á Hótel Natura.
Upplýsingar um umdæmisþingið og skráningu á það er að finna með því að smella á þennan hlekk:
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verður með kynningu á 112 verkefninu.
 
13:00 Hádegisverður á Hótel Natura.
14:00 Landsfundur Zontasambands Íslands settur
1. Hildur Helga Gísladóttir formaður Zontaklúbbsins Sunnu
2. Fundarsetning Sigríður Björnsdóttir svæðisstjóri
3. Skipun fundarstjóra og tveggja fundarritara
4. Nafnakall
5. Dagskrá fundarins kynnt
6. Fundargerð síðasta landsfundar – Sigríður Björnsdóttir
7. Skýrsla svæðisstjóra áranna 2020-2021 – Sigríður Björnsdóttir
8. Samþykkt reikninga ZI – Ragnhildur Bjarney Traustadóttir gjaldkeri
9. Skýrslur formanna Zontaklúbba um störf frá síðasta landsfundi
 
15:30 – 15:45 Kaffihlé
 
10. Áframhald – skýrslur formanna
11. Kosning varasvæðisstjóra
12. samþykkt á tilnefningu til varaumdæmisstjóra.
13. Lagabreytingar
14. Ákvörðun árgjalds og gjalds klúbbanna vegna atkvæðisumboðs. Ragnhildur Bjarney Traustadóttir gjaldkeri
15. Tillögur og ályktanir, sem borist hafa svæðisstjóra eigi síðar en viku fyrir landsfundinn
16. Kosning starfsnefnda á vegum ZI
17. Nefnd þvert á klúbba varðandi Amelíu Erhart og fleiri styrki – óskað er eftir tilnefningum frá öllum klúbbum
18. Kynning á Kvennaathvarfinu
19. Önnur mál
 
17:00 Heimsókn í nýbyggingu Kvennaathvarfsins sem verið er að opna fyrir nýja íbúa.
 
19:00 Fordrykkur
19:30 Hátíðarkvöldverður
21:30 Fundarslit
 
Fundargjald: 7600.-. Hátíðarkvöldverður og fordrykkur 9600.-.
 
Skráningarfrestur er til 18. ágúst
skráning á Landsfund er hjá formanni ykkar klúbba en Umdæmisþing á meðfylgjandi hlekk
Samið hefur verið um gistingu á Hótel Natura 17.900 ISK fyrir einbýli /nóttin (morgunmatur innifalin) eða tveggja manna á 19.900 ISK  /nóttin (morgunmatur innifalin)
bókast í gegnum : reservations@icehotels.is