Að gerast félagi

Þú getur haft samband við þann Zontaklúbb sem þú hefur áhuga á og kannað hvernig best sé að gerast félagi. Ef þú telur að þáttaka í klúbbnum gæti verið áhugaverð þá er þér boðið á kynningarfund og/eða að koma sem gestur á nokkra félagsfundi. Þar færðu tækifæri til að kynnast félagskonum og meta hvort starfið höfðar til þín. Í framhaldinu má búast við að klúbburinn bjóði þér að gerast félagi og þú ákveður síðan hvort hvort þú tekur boðinu.

Leitast er við að hafa félaga úr fjölbreyttum starfsgreinum í klúbbunum og þar með eru sjaldnast mjög margar konur úr sömu starfsgrein í hverjum klúbbi. Og best er að starfið feli í sér ábyrgð í einkageiranum, hjá opinberum stofnunum eða sem sjálfstætt starfandi einstaklingur.

Það er valnefnd hvers klúbbs í samvinnu við klúbbstjórnina sem sér um inntöku nýrra félaga og starfar sem mannauðsstjórn. Á vef klúbbanna er netfang formanns valnefndar og á forsíðu er netfang formanns klúbbsins, en báðir taka við fyrirspurnum frá þeim sem vilja fræðast frekar um starf Zontahreyfingarinnar.

Á Íslandi eru um 140 Zontakonur úr mörgum og mismunandi starfsgreinum.

Eins og er þá eru félagar í Zontasambandi Íslands eingöngu konur en karlar sem vilja styrkja stöðu kvenna um heim allan eru líka velkomnir í félagsskapinn.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.