Vörur

Vörur Zonta eru hannaðar sérstaklega fyrir Zonta.

Með því að kaupa Zonta vörur tekur þú þátt í að breiða út Zonta boðskapinn.

Zontaklúbburinn Sunna selur silfurhlekk með Zontamerkinu til fjáröflunar fyrir klúbbinn. Hlekkinn hannaði og smíðaði Sigríður Anna Sigurðardóttir gullsmiður ( Sigga&Timo), sem er í Zontaklúbbnum Sunnu. Silfurhlekkurinn er með festingu þannig að auðvelt er að hengja hann á hálsmen, armbönd, lyklakippur og hvaðeina. Hann kostar 10.000 kr. og fæst hjá fjáröflunarnefnd Sunnu. Tengiliður er Helga Ágústsdóttir, netfang helga.agusts(hjá)gmail.com

Hægt er að kaupa Zontavörur í gegnum heimasíðu alþjóðasamtaka Zonta en líka í gegnum heimasíður umdæma og svæða.

Einnig er hægt að kaupa vörur beint af klúbbum og íslensku klúbbarnir selja gjarnan varning í fjáröflunarskyni.

 

 

 

 

 

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.