Alþjóðlegir styrkir og verðlaun

Árlega veita alþjóðasamtök Zonta styrki og viðurkenningar til kvenna.

Amelia Earhart sjóðurinn
Amelia Earhart sjóðurinn veitir 35 námsstyrki á ári og er hver styrkur 10.000 USD. Styrkinn geta konur sem stunda háskólanám til Ph.D/doktorsgráðu og eru í í flugvélaverkfræði, geimvísindum eða skyldum greinum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1938 til heiðurs Zontakonunni og flugmanninum Ameliu Earhart. Nánari upplýsingar hér.

Jane M. Klausman – Konur í viðskiptanámi

Á hverju ári eru veittir 32 umdæmisstyrkir að upphæð 2000 USD hver og 12 alþjóðlegir styrkir að upphæð 8000 USD hver. Umsækjendur skulu vera á 2. eða 3. ári í viðskiptatengdu námi án þess að hafa klárað meistaragráðu. Þeir þurfa að sýna fram á góða ástundun og námsárangur. Umsóknarfrestur er 30. apríl hvert ár og hægt er að skila þeim inn til næsta Zontaklúbbs. Styrktarsjóðurinn var stofnaður 1998 með arfi Jane M. Kausman, sem var félagi í Zonta Syracuse, New York, USA.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef  Zonta International.

Young Women in Public Affairs Awards – Verðlaun til ungra kvenna í almannatengslum

Hvert umdæmi Zonta velur einn styrkþega úr hópi umsækjenda sem fær 1500 USD verðlaun (alls 32 verðlaun) og 10 þeirra hljóta alþjóðleg verðlaun að verðmæti 5.000 USD. Verðlaunin eru veitt ungum konum, á aldrinum 16-19 ára, sem hafa sýnt leiðtogahæfileika í skóla, sjálfboðastörfum eða félagasamtökum. Sjóðurinn var stofnaður 1990 af fyrrum formanni alþjóðasamtaka Zonta Leneen Forde og eru verðlaunin veitt á þremur stigum, af klúbbum, af umdæmum og af Zontahreyfingunni (ZI).
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef Zonta International. 

 

Síðast breytt 21. nóv. 2020 GGE

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.