Landsfundur Zontasambands Íslands

Zontaklúbburinn Embla boðar til landsfundar Zontaklúbbanna á Íslandi laugardaginn 1. apríl 2017. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Hringbraut og verður dagskrá fundarins samkvæmt lögum Zontasambands Íslands.

Þema fundarins verður helgað flóttakonum fyrr og nú, en vert er að minnast þess að margar af landnámskonum í upphafi Íslandsbyggðar voru flóttakonur þess tíma.

Meðal gesta á fundinum verða:

Eva María Jónsdóttir, miðaldafræðingur: Flóttakonur í fornum sögum.

Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi höfundur bókarinnar ,,Ríkisfang ekkert“. Flóttakonur dagsins í dag. 

Einnig mun Ella B. Bjarnarson, Zontaklúbbnum Emblu flytja erindið: Litið til nágranna í vestri. 

Eftir hefðbundin fundarstörf verður gengið til hátíðarkvöldverðar á Hótel Sögu kl. 19

 

Zonta Island