Söfnun til styrktar Kraftasjóði Kvennaathvarfsins

Kraftasjóður Kvennaathvarfsins er nýstofnaður og er honum ætlað að efla konur og styrkja til náms og sjálfshjálpar.  Til þess að sjóðurinn megi nýtast sem fyrst og best blæs Zontaklúbbur Reykjavíkur til fjáröflunar og skorar á konur að sýna samtakamáttinn og leggja mikilvægu málefni lið með kjólagjöfum. 

Kjólahátíðin Konur og kampavín verður haldin á vegum Zontaklúbbsins laugardaginn fjórða nóvember kl. 12- 18 með uppboði, markaði og syngjandi sýningadömum í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54

Við skorum á konur að gefa kjóla á markaðinn og gefa gömlum kjólum líf og styrkja þannig konur til sjálfshjálpar og endurmenntunar því saman myndum við öflugan Kraftasjóð í þágu kvenna. 

Við leitum að kjólum sem eiga skilið að koma út úr skápnum, öðlast nýtt líf og um leið nýjan tilgang.

Við leitum að lífsreyndum kjólum, glæsikjólum sem geyma tækifæri og ævintýri, hvunndagskjólum með gleði í hverjum þræði, kjólum með fortíð sem eiga skilið framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Dömulegar dragtir og dásamlegar múnderíngar eru einnig vel þegnar. 

 Allur ágóði rennur til KRAFTASJÓÐS Kvennaathvarfsins.

KJÓLAMÓTTAKAN verður í Söngskólanum í Reykjavík á milli 9.00-18.00 alla virka daga. 

Viðburðinn má líka finna á Facebook. 

Zontaklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 16. nóvember 1941 og hefur því starfað í rúmlega 75 ár. Klúbburinn er hluti af Alþjóðasamtökum Zonta og fylgir markmiðum samtakanna að styrkja stöðu kvenna um heim allan.  

Tengiliðir verkefnis eru Sigríður Þóra Árdal, sími 660 7667sig(hjá)koggull.com og Harpa Harðardóttir sími 698 4056hunharpa(hjá)gmail.com

Zonta Island