Klúbbarnir hér á landi vinna allir að markmiðum Zonta og taka þátt í erlendum verkefnum, klúbbarnir hafa einnig sín heimaverkefni. Sem dæmi má nefna að Kvennaráðgjöfin hefur fengið styrki til að byggja upp heimasíðu. Dyngjan, Kvennaathvarfið, Aflið, Sólstafir og Stígamót hafa fengið styrki, einnig voru veittir styrkir í túlkaþjónustu fyrir konur sem hafa verið beittar ofbeldi.
Hægt er að kynna sér verkefni klúbbana á þeirra heimasíðum sjá hér.