Um okkur

Af hverju heitum við ZONTA

logo_splittet6
Zonta merkið samanstendur af 5 táknum Sioux indjána sem saman mynda orðið ZONTA sem þýðir ljós, tryggð og samheldni, samábyrgð, skjól og vernd.

logo_splittet1

Tákn Sioux indjána fyrir ljósgeisla eða sólaskin eða leiftur, “innblástur”, „að lifa.“

logo_splittet2

Tákn Soioux indjána fyrir band tryggðar og samheldni, “að standa saman fyrir málstað.“

logo_splittet3

Tákn Soioux indjána fyrir samábyrgð “samvinnu að settu marki”

logo_splittet4

Tákn Soioux indjána fyrir skjól og vernd “mörg verkefni Zonta veita skjól”.

logo_splittet5

Tákn fyrir réttlæti, heiðarleika og traust

Alþjóðasamtök Zonta eru stór þjónustusamtök fagfólks í ólíkum starfsgreinum sem vinnur saman að því að bæta stöðu og réttindi kvenna í heiminum.

Zonta vill heim þar sem:

  • Kvenréttindi eru viðurkennd sem mannréttindi.
  • Sérhver kona hefur tækifæri til að þróa og nýta hæfileika sína.
  • Konum er í engu mismunað kyns síns vegna hvorki í lagalegu né stjórnmálalegu tilliti eða hvað varðar menntun, heilbrigði og starfsréttindi.
  • Engin kona lifir í ótta við ofbeldi.

Zonta er hlutlaus með tilliti til stjórnmálaaðildar og trúarbragða.

Alþjóðlegt og staðbundið starf

Zonta starfar bæði alþjóðlega, á landsvísu og í gegnum svæðisbundin verkefni sem miða að því að styrkja konur og efla lífsgæði þeirra. Í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar er stuðlað að verkefnum sem bæta heilsu og menntun kvenna um allan heim.

Landfræðileg uppbygging

Umdæmi Alþjóðahreyfingar Zonta (Zonta International) eru 32 í heiminum og í fyrsta hefti hvers tvíærings af The Zontian eru umdæmi og nýir umdæmisstjórar kynntir. Ísland myndar 13. umdæmi ásamt Danmörku, Noregi og Litháen. Umdæminu er stjórnað af umdæmisstjóra, varaumdæmisstjóra og svæðisstjóra fyrir hvert svæði umdæmisins, ásamt gjaldkera og ritara. Stjórnin ber stjórnunarlega ábyrgð á umdæminu.

Hvert þessara fjögurra landa innan 13. umdæmis mynda svæði sem er stjórnað af formanni sem er svæðisstjóri og stjórn landssamtaka sem á Íslandi eru Zontasamband Íslands. En grunneiningin eru klúbbarnir sem hver hefur formann og stjórn. Þú getur lesið meira um alþjóðasamtök Zonta á zonta.org og um umdæmi 13 hér.

Klúbbastarf, tengslanet og áhrif

Klúbbarnir á Íslandi vinna náið saman og halda landsfund annað hvert ár. Þeir eru hver og einn með ýmsar nefndir sem sinna ákveðnum verkefnum. Vinna í nefndunum styrkir samvinnu og samheldni félaganna og eykur áhuga á málefnum þeim sem klúbbarnir berjast fyrir.

Klúbbarnir halda fundi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Eru þar haldnir fyrirlestrar, fram fara fróðlegar umræður um samfélagsmál og upplýsingar eru gefnar frá Zonta International og umdæminu.

Klúbbarnir hafa einnig sameinast um landsverkefni og hafa m.a. styrkt Umhyggju, félag langveikra barnaKvennaathvarfiðStígamótAfliðSólstafi og áfangaheimili Kvennaathvarfsins með rausnarlegum framlögum.

Zonta var stofnað árið 1919

Í dag eru Zontaklúbbar í 62 löndum um allan heim. Á Íslandi eru starfandi 6 klúbbar og staðsetningu þeirra má finna á kortinu eða undir klúbbar á heimasíðunni. Þar getur þú líka lesið meira um störf klúbba og fundi.

Marian De Forest var ásamt fjórum öðrum konum aðal hvatamaður að Zontahreyfingunni. Kvöldið 1. janúar árið 1919, voru þær meðal gesta í Kiwani klúbbi í Buffalo. Þessi klúbbur hafði aðeins karlkyns félaga og í andstöðu við karlkyns klúbba, ákváðu þessar fimm konur að stofna sinn eigin klúbb fyrir konur.

Í stuttu máli var megintilgangur klúbbsins sá að konur gætu unnið við sömu skilyrði og haft sömu réttindi til atvinnu og karlmenn.

Fyrsti klúbburinn á Íslandi var stofnaður í Reykjavík árið 1941 og heitir enn Zontaklúbbur Reykjavíkur.

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.