Landsfundur

rvk sund

 Reykjavík 2015
Upphaf Landsfundar 2019.
Landsfundur 2019. Þóra Ákadóttir svæðisstjóri setur fund.

Landsfundur er æðsta vald í málefnum Zontasambandsins Íslands. Á landsfundi er kosinn svæðisstjóri og varasvæðisstjóri. Formenn Zontaklúbbanna eiga sæti í stjórn og skipta þar með sér verkum. Svæðisstjóri er kjörinn formaður sambandsins til tveggja ára. Varasvæðisstjóri er einnig kjörinn til tveggja ára og tekur við af formanni þegar hans kjörtímabil rennur út.

Landsfundur ársins 2019 var haldinn á Hótel KEA á Akureyri þann 6. apríl. Það var Þóra Ákadóttir svæðisstjóri og Zontaklúbbur Akureyrar sem sáu um fundinn. Hér er fundargerð landsfundarins.

Landsfundi ársins 2021 var frestað til hausts og var haldinn á Hótel Natura í Reykjavík laugardaginn 11. september (sjá dagskrá landsfundar hér). Áður en landsfundurinn hófst var umdæmisþing 13. umdæmis sent út frá Noregi í fjarfundabúnaði (Dagskrá umdæmisþings sjá hér:). Það var Sigríður Björnsdóttir svæðisstjóri og Zontaklúbburinn Sunna sem sáu um fundinn. Hér er fundargerð landsfundarins.

Landsfundur ársins 2023 haldinn í Sal Lionsklúbbsins Hængs, Skipagötu 14, 4. hæð, á Akureyri 3. september. Dagskrá landsfundar sjá hér. Dagana áður, 1. og 2. september, var Umdæmisþing 13. umdæmis haldið í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dagskrá umdæmisþings sjá hér.

 

 

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.