Amelia Earhart

Skilyrði fyrir styrkveitingu eru ströng og eingöngu afburðanemendur sækja um og hljóta styrkinn. Þeir þurfa að stunda nám við virta háskóla og vera búnir að ljúka eins árs námi tengdu flugi/geimvísindum og hafa sýnt góðan árangur.

Zontaklúbbur Reykjavíkur hefur um langt árabil haft fastanefnd sem ber nafn Ameliu Earhart. Verkefni nefndarinnar er að auglýsa Amelia Earhart styrkinn og kynna hann í Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Tvær íslenskar konur hafa hlotið Amelia Earhart styrkinn. Er það hátt hlutfall miðað við framlag okkar til sjóðsins, en framlög Zontaklúbba í sjóðinn eru frjáls og því óreglulegt hvað í hann rennur.

Anna Soffía Hauksdóttir hlaut styrkinn er hún var við framhaldsnám í Bandaríkjunum í verkfræði sem tengdist geimvísindum. Hún er nú prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. Áslaug Haraldsdóttir hlaut einnig styrkinn er hún stundaði framhaldsnám í verkfræði í Bandaríkjunum. Nám hennar tengdist stýritækni í flugvélum og vinnur hún nú við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum við þróun tækni í flugumferðarstjórn. Nú eru íslenskar konur við nám sem vonir standa til að sækja muni um styrkinn og verða dæmdar verðugar til að hljóta hann.

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.