Alþjóðasamtök Zonta voru stofnuð í Buffalo árið 1919 og höfuðstöðvar þeirra eru nú staðsettar í Chicago. Zontasamtökin eru byggð upp sem alþjóðastofnun með kjörinni stjórn, stjórn ZI. Heimsþing eru haldin á tveggja ára fresti og eru þau æðsta ákvörðunarvald alþjóðasamtaka Zonta.
Alþjóðasamtök Zonta er skipt upp í 30 landfræðileg umdæmi sem skiptast í svæði. Hvert umdæmi hefur umdæmisstjóra og stjórn og skiptist í svæði. Ísland er í 13. umdæmi sem skiptist í 4 svæði sem eru auk Íslands, Danmörk, Noregur og Litháen.